Illa fengið fé.

Þegar menn taka upp á því að þurrka burt skuldir sínar í bönkum sem þeir starfa í þá er það hreint og klárt sakamál og þessir menn eiga að hætta störfum þegar í stað. Það er einsog allt siðferði sé horfið úr íslensku samfélagi menn halda að þeir geti komist upp með allan andskotann. Þeir hafa ábyggilega séð að bankinn væri að fara á hausinn og hlutabréfin töpuð sem þeir keyptu fyrir lánsfé sem þeir hreinlega strokuðu út. Vonandi verður farið ofaní saumana á þessu óþverramáli og fengnir erlendir sérfræðingar til þess. Það þarf kannski að stækka Litla Hraun. Alltaf þegar ég heyri um fólk sem misnotar aðstöðu sína  til að hagnast fjárhagslega dettur mér alltaf í hug vísa eftir Pál Ólafsson

                                                   Illa fenginn auðinn þinn

                                                   áður en lýkur nösum

                                                  aftur tínir andskotinn

                                                 upp úr þínum vösum.

 

                                             


Saklausa Samfylkingin

Furðulegt hvað samfylkingin mælist hátt í skoðunakönnunum  verandi í stjórarsamstarfi með sjálfstæðisflokknum sem tapar fylgi í sömu könnunum. Getur verið að samf. ráðherrar húki einhversstaðar úti í horni og láti Geir Haarde standa einan í öllu atinu og svari fyrir alla aðra ráðherra, mér hefur allvega fundist það. Að vísu koma þeir stundum í vðtöl samf.ráðherrar en þá er alltaf sama tuggan ganga í ESB og reka Davíð úr seðlabankanum þeir virðast kenna honum um einum um þá óráðsíu bankanna sem varð þeim að falli. Átti ekki viðskiptaráðherrann samfylkingarmaðurinn Björgvin að fylgjast með bönkunum og láta fjármálaeftirlitið setja harðari reglur. Þótt eg sé enginn hagfræðingur eða hámenntaður þá kom mér þetta bankahrun ekki á óvart það þarf engann reiknishaus til að sjá að þegar hagkerfi bankanna er orðið margfaltstærra en ríkisins þá er ekki von á góðu ef efnahagsástand fer úr skorðum í heiminum sem byrjaði s.l. haust

Rjúpnaveiðitíminn byrjar á laugardaginn.

Þá fer að líða að því að menn flykkjist á þá staði sem veiða má rjúpu ekki eru það margir dagar sem þetta tímabil er og mega menn helst ekki veiða fleiri en 8 til 10 stk. Vona eg að menn reyni að fara eftir þessum tilmælum, enda 8 til 10 stk ættu að duga í jólamatinn hjá flestum. Muna bara að fara vel útbúnir með áttavita, GPS tæki og góðan hlífðarfatnað.

« Fyrri síða

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband