Í skuldaklafa.

Heldur þú Pétur Blöndal að það sé spennandi kostur fyrir ungt fólk að fjárfesta í húsnæði með lánsfé af mestum hluta með háum vöxtum og að fullu verðtryggt??  Láttu þér ekki detta það í hug. Ungt fólk er orðið mjög meðvitað um það óréttlæti sem hefur ríkt hér á lánamarkaðinum sem mætti kalla okurlánastarfssemi eða beinlínis rán sem ríkisstjórnir undafarinna ára hafa varið með kjafti og klóm. Þú spyrð hvort ríkið geti stutt ungt fólk til íbúðarkaupa.. Já, með því að afnema verðtrygginguna. Þið þingmenn og ráðherraræflarnir hafið ekki kjark til þess.
mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aage

Hárrétt hjá þér. Það er bara vitleysa að fjárfesta í íbúð í dag , þeas ef þú átt ekki fyrir henni. Verðtryggð lán eru bara rúlletta, sem því miður lántakandinn tapar á í 99,9 % tilvika eins og málum er háttað hér á landi. Eldsneyti hækkar , þá hækka verðtryggðu lánin, matur hækkar þá hækka þau , laun hækka þá hækka þau líka,,,,,,,, .

aage, 26.8.2011 kl. 23:59

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur það er rán að tala lán ekki flókið það.

Sigurður Haraldsson, 27.8.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Það þarf að afnema verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi áður en hægt er að ráðleggja nokkrum manni að fjárfesta í húsnæði nema eiga nánast fyrir því öllu við kaup en það er náttúrulega ekki raunin með það unga fólk sem við erum að tala um hér. Það á að öllum líkindum ekkert eigið fé frekar en aðrir Íslendingar en stendur frammi fyrir því að vera að stofna fjölskyldu og þarf að vega og meta þá kosti sem standa til boða sem eru að leigja eða kaupa en á meðan verðtrygging er við líði á húsnæðislánum heimilanna þá eru aðvitað bæði lán til húsnæðiskaupa og leiga bundin hækkun vísitölunnar sem er óásættanlegt og þarf að komast í samt horf og í þeim löndum sem við miðum okkur alla jafna við, þ.e. hin norðurlöndin.

Hvet alla til að fara inn á heimilin.is sem er síða Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin og undirrita líka um leið kröfu á stjórnvöld til leiðréttingar stökkbreyst höfuðstóls lána heimilanna og afnáms vísitölubyndingar lána til heimilanna. 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 27.8.2011 kl. 00:24

4 identicon

heyrði fleygt um daginn að kostaði á endanum 110 milljónir að taka 20 milljón króna lán. (eða eitthvað soleiðis, var lánhákarlatala á endanum allavega)

það hljómar svona eins og bara einhver hálfviti tekur þátt í..

hvað með að reisa eigið hús eins og var í den oft gert? það ekki lengur hægt? reglugerðir búnar að loka fyrir allt?

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 01:46

5 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sveinn Sigurður. Ég get hrætt þig ennþá meira en þetta, setti fyrir löngu síðan inn í reiknivél hvað þyrfti að borga fyrir 25 milljón króna lán til 40 ára lán með 4,15 % vöxtum og miðað við "aðeins" 3,5 % verðbólgu, "verðtryggingu og var það um 120 milljónir, ef verðbólgan fer úr böndunum, sem hún hefur nú oft gert og fer t.d. í 8 eða 9 % þá þarft þú að borga aðeins um 560 milljónir til baka. Sáttur.

Ef þú gætir tekið lán eins og lánþegar á hinum norðurlöndunum geta fengið þá erum við að tala um að borga til baka eitthvað í kringum 30 til 35 milljónir fyrir 25 milljónir til 40 ára, það munar aðeins finnst þér ekki.

Munurinn er verðtryggingin hér hjá okkur þar sem lánveitendur hafa beinlínis hag af því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa áhrif á verðbólguna upp á við sem hækkar verðtryggingu lánanna okkar sem aftur hækkar lánin okkar.

Á hinum norðurlöndunum er engin verðtrygging á heimilslánum og svo er líka þak á vöxtum heimilslána þannig að þar hafa lánveitendur og lántakar beinan hag af því að halda verðbólgunni lágri því ef þeir eru t.d. með 5 % vexti á lánum sínum og tekst að halda verðbólgunni í t.d. 1.5 % þá hafa þeir um 3.5 % vexti á peningana sína.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 27.8.2011 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband