Klára, klára, klára.

Ég er hræddur um að arfleið þessarar ríkisstjórnar verði ekki eins og Jóhanna vill. Hennar verður minnst sem stjórnar aðgerðarleysis í atvinnumálum, ríkisstjórnar þar sem hagsmunir banka og fjármálstofnana eru settir ofar hagsmunum almennings sem missa heimili sín í stórum stíl. Hennar verður minnst sem mestu skattpíningar stjórnar sem hefur verið við völd, með þeim afleiðingum að fjöldi fólks flýr land vegna atvinnuleysis, lárra launa og himinhárra skatta. Hræddur er ég um að þær breytingar sem stjórnin vill gera á fisveiðistjórnun verði henni ekki til framdráttar, þótt það sé vissulega þörf á breytingum. Er ekki bara nóg að banna framsal og leigu á kvóta með lögum? Er það ekki þetta brask með kvóta sem er aðalmeinið? Það er búið að byggja upp markaði með sjávarafurðir út um allann heim og þeir gætu verið í hættu ef ríkisstjórnin fer ekki varlega í breytingum á fisveiðistjórn.Sumt hefur gengið vel hjá þessari stjórn en ég held að hún fari ekki í sögubækurnar sem KLÁRASTA stjórn landsins.
mbl.is Vill klára málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt.  Held að það sé nálægt lagi að banna framsal og framleigu á kvótanum.   En kvótinn þarf að vera í þjóðareign.  Annað er óþolandi.  Og auðvitað halda menn áfram að veiða eins og áður þó þjóðin eigi kvótan, þeir borga þá bara auðlindaskatt.  Og kvótinn sem þeir hafa komið sér upp fyrir utan það sem þeir veiða sjálfir fer til að styrkja fleiri til útgerðar og setja styrk í strandveiðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband