5.11.2008 | 21:06
Illa fengið fé.
Þegar menn taka upp á því að þurrka burt skuldir sínar í bönkum sem þeir starfa í þá er það hreint og klárt sakamál og þessir menn eiga að hætta störfum þegar í stað. Það er einsog allt siðferði sé horfið úr íslensku samfélagi menn halda að þeir geti komist upp með allan andskotann. Þeir hafa ábyggilega séð að bankinn væri að fara á hausinn og hlutabréfin töpuð sem þeir keyptu fyrir lánsfé sem þeir hreinlega strokuðu út. Vonandi verður farið ofaní saumana á þessu óþverramáli og fengnir erlendir sérfræðingar til þess. Það þarf kannski að stækka Litla Hraun. Alltaf þegar ég heyri um fólk sem misnotar aðstöðu sína til að hagnast fjárhagslega dettur mér alltaf í hug vísa eftir Pál Ólafsson
Illa fenginn auðinn þinn
áður en lýkur nösum
aftur tínir andskotinn
upp úr þínum vösum.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.