8.11.2008 | 23:21
Skrílslæti í mótmælagöngu
Mér finnst að þeir sem standa fyrir þessum laugardagsmótmælum ættu að hugsa sinn gang aðeins ef ekki á illa að fara. Fólk sem haldið er athyglissýki og ýmsum annarlegum hugsunarhætti er fljótt að blanda sér í slíkar göngur og með miður góðum uppákomun getur það hleypt þessum mótmælum upp sem er einmitt ásetningur þess, eins og var í síðustu mótmælum. Ræðumenn mótmælanna eiga líka sinn þátt í því t.d. með því að espa fólk upp í reiði og andúð á stjórnvöldum. Mér finnst það ekki lýsa mikilli ábyrgð þegar ýmsir heimta kosningar strax og hinir og þessir ættu að segja að sér, þegar við erum í miklum fjármálavandræðum og menn leggja nótt við dag til að reyna leysa úr mesta vandanum. Við skulum leyfa stjórnvöldum að leysa úr brýnustu vandamálunum og leyfa þeim að hafa vinnufrið. Það er hægt að koma skoðunum sínum á framfæri með öðrum hætti en mótmælagöngum.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.