12.11.2008 | 21:02
Ríkisstjórnin algerlega ráðþrota
Hvernig í fjandanum er það eiginlega með þessa ríkisstjórn, hún virðist ekki gera nokkurn skapaðan hlut í sambandi við þessa icesave reikninga sem öll lánafyrirgreiðsla virðist stranda á. Það er ekki hægt að bíða lengur, það verður strax að senda einhverja góða samningamenn til Englands og Hollandst til að ná samningum þegar í stað. Ef það verður ekki gert þá blasir bara eitt við, algert atvinnuleysi, vöruskortur, fjöldagjaldþrot, upplausn og hungursneyð á landinu. Maður hefur það á tilfinningunni að þessir ráðamenn þjóðarinnar haldi að þetta lagist af sjálfu sér. Ég er allavega búinn að fá nóg af sinnuleysi ráðamanna. Ef þeim tekst ekki að tryggja þessi lán sem þarf innan fárra daga, eiga þeir að fara frá,leysa upp alþingi sem er hvort sem er steindautt, og mynda hér þjóðstjórn með færustu hagfræðingum og öðrum færustu sérfræðingum þessa lands til að leysa úr þessum fjármálaógöngum sem við erum komin í. Á STANDIÐ VERSNAR DAG FRÁ DEGI
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.