14.11.2008 | 20:39
Vinstri Grænir á móti ESB.
Ég skil ekkert í honum Steingrími J Sigfússyni eins og hann er bráðskarpur og hugsandi maður, þá má hann ekki heyra minnst á ESB eða evru það virðist vera algert eitur í hans beinum. Getur það verið að hann sem er af bændafólki kominn og bræður hans tveir eru sauðfjárbændur að hann óttist að styrkir til landbúnaðarins yrðu skertir eða aflagðir eða eitthvað yrði gengið á rétt bænda. Mér hefur sýnst að bændur í ESB löndum hafi það bara ágætt allavega kvarta þeir ekki mikið. Ég held að vinstri grænir ættu að fara að endurskoða afstöðu sína til ESB ef þeir ætla sér að fá einhver atkvæði í næstu kosningum og hætta að vera á móti öllu sem er atvinnuskapandi og því sem færir okkur gjaldeyrir. Ef þeir væru ekki svona fornir í hugsunarhætti væri flokkurinn ábyggilega töluvert stærri. Hver veit nema Vinstri Grænir fari nú að átta sig eftir það sem á undan er gengið í efnahagsmálum þjóðarinnar og fari að horfa bæði til hægri og vinstri.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 587
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll
Styrkir til landbúnaðar í Eu eru að mörgu leiti hagstæðir fyrir ísl bændur og þá helst sauðfjárbændur en það er hinn frjálsi og opni markaður sem myndi fara illa með bændur hérlendis og ekki bara bændur heldur allan matvæla iðnað, Gera mæti ráð fyrir að hann myndi dragast saman um 30%. Við ræktum við mun erfiðari aðstæður og erum ekki samkeppnishæf í verði við innfluttann verksmiðjubúskap frá Eu. Bændur á norðlægum slóðum eins og á Íslandi fengju einhverja aðlögun sem síðar félli niður. Og miðstýringin er slík að það minnir helst á gömlu Sovétríkin.
Eu er als ekki atvinnuskapandi í Eu um 7% viðvarandi atvinnuleysi og atvinnuleysi 25 ára og yngri er 25%
Guðbergur Egill Eyjólfsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:10
Sæll Guðbergur. Getur ekki verið að markaðir fyrir okkar landbúnaðarvörur yrðu betri í Evrópu og nýir markaðir opnuðust fyrir okkar heimsins besta lambakjöt og fleiri landbúnaðarafurðir, ef göngum í ESB.
Gísli Már Marinósson, 14.11.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.