15.11.2008 | 22:37
Samvinnurtyggingar G.T. Sukksjóður nokkra framsóknarmanna.
Fyrir einu og hálfu ári var greint frá því að eignarhaldsfélag samvinnutrygginga g.t. ætlaði að leysa félagið upp og greiða þeim út sem höfðu tryggt hjá félaginu sem nú heitir Gift. Þessu átti að vera lokið haustið 2007. Ekkert skeði það haustið. Þá átti þessu að vera lokið s.l. vor, ekkert skeði. Þetta áttu að vera 3 milljarðar sem sjóðurinn átti árið 2007. Nú hefur það hinsvegar komið í ljós að félagið eða Gift er algerlega eignalaust. Á þessum spillingartímum hvarflar það að manni að þeir sem réðu yfir þesum aurum hafi verið að braska með þá í eigin þágu og ætluðu svo að reyna ná einhverju til baka með því að kaupa hlutabréf í Kaupþingi sem myndu hækka og þannig redda sér. Mér skilst að einhverjir gæðingar framsóknarflokksins hefðu verið þessir fjárgæslumenn. Er þetta ekki mál fyrir fjármálaeftirlitið að skoða. Ég tryggði hjá samvinnutryggingum í 12 ár, en gerði mér aldrei neinar vonir að fá einhverja endurgreiðslu frá þeim þegar þeir hættu. En ég fékk 11ta árið frítt.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnur Ingólfsson klikkar ekki. Eða hvað? Gamla SÍS rotnaði. Dauninn leggur enn um þjóðfélagið.
Björn Birgisson, 15.11.2008 kl. 23:02
Það hefur löngum verið einhver fnykur af því sem Finnur hefur komið nálægt
Gísli Már Marinósson, 15.11.2008 kl. 23:08
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessir aðilar sem voru að nota eignir almennings í sína þágu þegar allt er komið til andskotans, útskýra niðurstöðuna. Auðvitað stóð aldrei til að koma eignunum til réttra eigenda - það sjá allir sem vilja á annað borð sjá eitthvað.
Kristján Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.