28.11.2008 | 20:25
30 milljarðar gufa upp?
Þeir hreyktu sér af því í fyrrasumar nokkrir framsóknarmenn að eignarhaldsfélag samvinnutrygginga ætti til gilda sjóði sem þeir ætluðu að greiða út til þeirra sem höfðu tryggt hjá samvinnutryggingum g.t. í áraraðir, alls 30 milljarða til 30 til 40 þúsund aðila þá um haustið. Sennilega höfðu þeir verið búnir að lána sjálfum sér þessa peninga því það var ekkert greitt út þetta haust. Síðan átti að athuga þetta s.l. vor, en ekkert gekk þá heldur. Gift sem þetta félag heitir núna er talið eignarlaust og skuldar meir að segja einhverja milljarða. Hvernig má þetta eiginlega vera, þarna voru nokkrir framsóknarmenn að gambla með sjóði sem þeir áttu ekkert í og tel ég að þetta sé orðið mál fyrir efnahagsbrotadeild lögreglunnar að fást við. Þeir sem voru í stjórn Giftar verða að svara fyrir það, hvað varð um þessa fjármuni. Það er megn skítalykt af öllu sem framsóknarflokkurinn kemur nálægt, ekki furða að SAMBANDIÐ hafi farið á hausinn á sínum tíma.
![]() |
Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.