Alltaf ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.

Nú boðar ríkisstjórnin niðurskurð á fjárlögum. Það er ekki að sökum að spyrja öryrkjar og aldraðir á sínum smánarlaunum skulu taka á sig lækkanir eins og aðrir. Svo á að skera niður í heilbrigðiskerfinu, öldrunarheimilum, sem þýðir fækkun starfsfólks, skert þjónusta sjúkt fólk sent heim, ef það á þá eitthvert heimili. En það má ekki hrófla við hálaunaforstjórum ríkisins eða embættismönnum ríkisins þeir virðast vera ósnertanlegir. Fólk sem nýbúið er að ráða í bankaráð nýju bankana er ekki með nein slorlaun, fyrir einhverja aukavinnu, svo ekki sé nú minnst á bankastjórana. Það er alltaf ráðist á þá sem minnst meiga sín. Almenningur í þessu landi skal borga fyrir bankahrunið sem þeir áttu engan þátt í, borga fyrir nokkra vitleysingja sem settu þjóðina á hausinn. Þeir eru ábyggilega ekki á flæðiskeri staddir miðað við þau laun sem þeir hafa greitt sér undanfarin ár, svo hafa þeir ábyggilega komið einhverjum milljörðum undan í erlenda banka. Ég er hræddur um að í þessu ástandi skapist mikil spilling og margir maki krókinn með kænsku og klókindum. Sennilega væri langbest að flytja burt af þessu skeri og sem lengst t,d, Ástralíu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Heir heir... Það er kominn tími til að stöðva bruðlið.

Hörður Þórðarson, 14.12.2008 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband