18.12.2008 | 22:32
Skuldaaflausn kvótagreifa og annara.
Maður er orðinn svo hissa og reiður á því að heyra stöðugt og lesa um allskonar afskriftir skulda hjá hinum og þessum, að ógleðin er komin alveg upp í háls. Nú er í bígerð að afskrifa stóran hluta af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja svo þeir geti farið að braska aftur með kvótann. Það er líka talað um ýmsa stjórnmálamenn og menn sem voru háttsettir í gömlu bönkunum að skuldir þeirra væru þurrkaðar út. Lúðvík Bergvinsson var eitthvað segja í Fréttablaðinu að það væri tóm lygi sem borið væri á hann, einhverjir 5 milljarðar í einhverju fasteignafélagi sem hann á hefðu verið strikaðir út eitthvað var sá rauði reiður út í þessar aðdróttanir. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Fleiri þingmenn hafa verið nefndir, meir að segja ráðherrar. Ætli þessum spilltu skilanefndum bankanna dytti nokkurntíma í hug að afskrifa skuldir hjá venjulegu fólki sem væri komið að því að missa húsin sín, vegna þess að það væri búið að missa vinnuna, eða lækka helling í launum? Sennilega ekki. Ætli einhver sé byrjaður að skrifa í HVÍTBÓKIN HANS GEIRS H. HAARDE.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.