Varð loks að ósk sinni.

Loksins, loksins komast vinstri grænir í ríkisstjórn. Nú geta þeir loksins tekið til hendinni, hækkað skatta hækka opinbera þjónustu, þannig að fólkið í landinu stefnir lóðbeint á hausinn, því nóg er baslið fyrir. Það er kannski eina vonin að Simmi litli Davíð slái á puttana á þeim, því hann er eiginlega guðfaðir þessarar stjórnar. Vonandi verður þessi stjórn farsælli en sú fyrri í að koma einhverju lagi á efnahagsástandið og það sem fyrst það er ekki mikill tími til stefnu. Ef henni tekst það ekki á að senda alla þingmenn heim kauplausa og mynda utanþingsstjórn til næstu 4ra ára.
mbl.is Húsfyllir hjá Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Áttu við að VG muni beita sér fyrir að hækka gjöld á sjúklinga?

Jóhannes Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 00:10

2 identicon

Það er nú meiri skattahræðslan varðandi vinstri stjórn. Veit ekki betur en að sjálfstæðisráðherrarnir séu búnir að vera hækka skatta og setja allskyns álögur á okkur borgarana. Ég held að kominn sé tími fyrir kjósendur sjálfstæðismanna að taka plankann úr auganu til að sjá hvar rót vandans liggur.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:19

3 identicon

Ég get ekki ímyndað mér að það sé einlæg ósk neins að fara í ríkisstjórn við þessar aðstæður. Svo að lítilsháttar sanngirni sé gætt.

Réttast væri að íhaldið héldi sig bara á mottunni á meðan verið er að hreinsa burt ruslið eftir það.

Þór (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar hefur krónan styrkst um 6,72% frá því fyrir byltingu, svo eitthvað hlýtur að vera á réttri leið!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 01:14

5 identicon

Staðan er gríðar erfið. Og þykir mér aðdáunarvert að menn reyni að verja félagslegakerfið því ekki verða miklir peningar til skiptana. Sé gefið að 2009 fyrir hrun þegar allt lék í lyndi þá gerðu menn sér gloríu um 500 milljarða í tekjur sem færu í hin ýmsu verkefni. Eftir hrun þá erum við að tala um 350 milljarða (má leiðrétta en mig mynnir 30% tap vegan hruns). Til að mæta þessu fyrir utan, að halda uppi lágmarksþjónustu þá koma inn skuldir (2200 milljarðar).

Sé vaxtarkostnaður tekinn inn þá hlýtur hann að lyggja einhverstaðar í 110 milljörðum miðað við 5% vexti. þá eru 240 milljarðar eftir. Ég geri ekki ráð fyrir að af höfuðstól skulda sé greiddur niður, því ekki veit ég hversu langann tíma menn gáfu í það. (40 ár C.A 55 milljarðar). Ekki er sanngjarnt að ræða um þetta á brúttó forsendum því við greiðum af lánum og vöxtum af brúttó kostnaði unns/ef að eignir seljast.

Ég vona að menn geri sér grein fyrir hvurslags búi við er tekið.

Andrés Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband