Lýðurinn skal borga kreppuna.

Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hníga aðeins í eina átt, almenningur í landinu á að greiða niður kreppuna. Þessar reddingar handa fólki í greiðsluerfiðleikum t.d. útgreiðsla séreignarsparnaðar verða nú teknar af fólki og miklu meira en það í formi hækkana á eldsneyti, áfengi og tóbaki, skattahækkunum og fleira og fleira. Einhvern bandorm er stjórnin með í smíðum sem gerir sjálfsagt endanlega útaf við fólkið í landinu. Hvað skyldi vera búið að afskrifa marga milljarða hjá glæpagenginu sem kom okkur í þessa aðstöðu?. Þeir geta leikið sér erlendis allsendis áhyggjulausir og gert það sem þeim sýnist. Sjálfsagt fá þeir fálkaorðuna áður en langt um líður, fyrir snilldartakta í fjármálum. Ríkisstjórnin er algjörlega ráðalaus og beitir því eina ráði sem hún kann, að hækka skatta eldsneyti og annað sem hún kallar munaðarvörur. Hvernig væri að fækka sendiráðum sem eru útum allan heim og eru það víst engin kot sem hýsa sendiherrana og skrifsstofurnar sem þarf í kringum þetta battery. Vonandi fellur þessi bölvaða stjórn áður en árið verður liðið.


mbl.is Von á víðtækari aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband