Skuldaaflausn kvótagreifa og annara.

Maður er orðinn svo hissa og reiður á því að heyra stöðugt og lesa um allskonar afskriftir skulda hjá hinum og þessum, að ógleðin er komin alveg upp í háls. Nú er í bígerð að afskrifa stóran hluta af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja svo þeir geti farið að braska aftur með kvótann. Það er líka talað um ýmsa stjórnmálamenn og menn sem voru háttsettir í gömlu bönkunum að skuldir þeirra væru þurrkaðar út. Lúðvík Bergvinsson var eitthvað segja í Fréttablaðinu að það væri tóm lygi sem borið væri á hann, einhverjir 5 milljarðar í einhverju fasteignafélagi sem hann á hefðu verið strikaðir út eitthvað var sá rauði reiður út í þessar aðdróttanir. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Fleiri þingmenn hafa verið nefndir, meir að segja ráðherrar. Ætli þessum spilltu skilanefndum bankanna dytti nokkurntíma í hug að afskrifa skuldir hjá venjulegu fólki sem væri komið að því að missa húsin sín, vegna þess að það væri búið að missa vinnuna, eða lækka helling í launum? Sennilega ekki. Ætli einhver sé byrjaður að skrifa í HVÍTBÓKIN HANS GEIRS H. HAARDE.

Blessuð sé minning Rúnars Júlíussonar

Í dag var til moldar borinn tónlistarmaðurinn og rokkkóngurinn Rúnar Júlíusson. Með honum er genginn einn afkastamesti tónlistamaður og útgefandi tólistar á Íslandi. Ég kynntist Rúnari og Maríu dálítið þegar eg var að vinna við að setja nýtt þak á húsið þeirra við Skólaveginn, fyrir nokkrum árum, og  voru það mjög ánægjuleg kynni, ljúfar og góðar manneskjur bæði tvö. Þótt að Rúnar sé horfinn af sviðinu þá munu lögin hans lifa um ókomna tíð. Ég sendi Maríu, Baldri, Júlíusi og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Rúnars Júlíussonar.


mbl.is Rúnar Júlíusson borinn til grafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.

Nú boðar ríkisstjórnin niðurskurð á fjárlögum. Það er ekki að sökum að spyrja öryrkjar og aldraðir á sínum smánarlaunum skulu taka á sig lækkanir eins og aðrir. Svo á að skera niður í heilbrigðiskerfinu, öldrunarheimilum, sem þýðir fækkun starfsfólks, skert þjónusta sjúkt fólk sent heim, ef það á þá eitthvert heimili. En það má ekki hrófla við hálaunaforstjórum ríkisins eða embættismönnum ríkisins þeir virðast vera ósnertanlegir. Fólk sem nýbúið er að ráða í bankaráð nýju bankana er ekki með nein slorlaun, fyrir einhverja aukavinnu, svo ekki sé nú minnst á bankastjórana. Það er alltaf ráðist á þá sem minnst meiga sín. Almenningur í þessu landi skal borga fyrir bankahrunið sem þeir áttu engan þátt í, borga fyrir nokkra vitleysingja sem settu þjóðina á hausinn. Þeir eru ábyggilega ekki á flæðiskeri staddir miðað við þau laun sem þeir hafa greitt sér undanfarin ár, svo hafa þeir ábyggilega komið einhverjum milljörðum undan í erlenda banka. Ég er hræddur um að í þessu ástandi skapist mikil spilling og margir maki krókinn með kænsku og klókindum. Sennilega væri langbest að flytja burt af þessu skeri og sem lengst t,d, Ástralíu.

Í öðrum heimi.

Það er einsog Björgvin sé í allt öðrum heimi, hann virðist ekkert vita hvað er í gangi hjá fjármálaeftirlitinu og skilanefndum bankanna og yfirleitt veit hann ekkert hvað er í gangi í Seðlabankanum, það eina sem hann veit er að Davíð Oddson vinnur í Seðlabankanum og það þolir hann ekki. Sem yfirmaður viðskifta og bankamála þá er hann engan veginn hæfur og ætti að segja upp sem ráðherra viðskifta og bankamála og fara að vinna við eitthvað þar sem ekkert þarf að hugsa.
mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30 milljarðar gufa upp?

Þeir hreyktu sér af því í fyrrasumar nokkrir framsóknarmenn að eignarhaldsfélag samvinnutrygginga ætti til gilda sjóði sem þeir ætluðu að greiða út til þeirra sem höfðu tryggt hjá samvinnutryggingum g.t. í áraraðir, alls 30 milljarða til 30 til 40 þúsund aðila þá um haustið. Sennilega höfðu þeir verið búnir að lána sjálfum sér þessa peninga því það var ekkert greitt út þetta haust. Síðan átti að athuga þetta s.l. vor, en ekkert gekk þá heldur. Gift sem þetta félag heitir núna er talið eignarlaust og skuldar meir að segja einhverja milljarða. Hvernig má þetta eiginlega vera, þarna voru nokkrir framsóknarmenn að gambla með sjóði sem þeir áttu ekkert í og tel ég að þetta sé orðið mál fyrir efnahagsbrotadeild lögreglunnar að fást við. Þeir sem voru í stjórn Giftar verða að svara fyrir það, hvað varð um þessa fjármuni. Það er megn skítalykt af öllu sem framsóknarflokkurinn kemur nálægt, ekki furða að SAMBANDIÐ hafi farið á hausinn á sínum tíma.
mbl.is Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorvaldur væri kjörinn sem Seðlabankastjóri.

Það er alltaf mjög fróðlegt að hlusta á Þorvald Gylfason og lesa greinar eftir hann. Þar talar og skrifar maður með mikla þekkingu á hagfræði og fjármálastjórn. Því miður hafa ráðamenn þjóðarinnar ekki hlustað á hann eða lesið greinar hans í blöðunum, eða ekki viljað taka mark á hans viðvörunum. Þeir hefðu betur gert það. Það eru einmitt menn eins og Þorvaldur sem ríkisstjórnin þarfnast núna til þess að hjálpa þeim útúr ógöngunum. Ég mundi vilja Þorvald sem Seðlabankastjóra, og aðeins einn Seðlabankastjóra, ekki þrjá eins og hefur verið.
mbl.is Kvótakerfið varðaði veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VILJA MENN STJÓRNARKREPPU OFANÁ FJÁRMÁLAKREPPU?

Ef það er vilji stjórnarandstöðunnar að fara út í kosningabaráttu eftir áramót þá skilgreini eg hana sem algerlega óábyrga. Þegar vofir yfir hundruðum heimila og fyrirtækja gjaldþrot og eignaupptaka held ég að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnin ættu að taka höndum saman og gera eitthvað í þessum málum. Þess vegna skora eg á ríkisstjórnina að hafa forystumenn stjórnarandstöðunnar með í ráðum til að finna lausnir á þessum geigvænlegu vandamálum. Það er allt betra en að æða út í kosningabaráttu eins og málum er nú háttað. Halda menn virkilega að það myndi taka eitthvað betra við? Þeir aðilar sem gjamma hæst og heimta kosningar ættu að hætta í pólitík og fara að gera eitthvað annað. ÞJÓÐIN MÁ EKKI VIÐ STJÓRNARKREPPU .
mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorast undan ábyrgð

Ekkki lýsir það sterkum karakterum sem vilja hlaupa til kosninga sem fyrst eins og þessir samfylkingarráðherrar Björgvin og Þórunn. Ef eitthvað á móti blæs þá gefast þeir upp, að þeir skuli ekki skammast sín. Ef það er eitthvað sem þarf núna er sterk stjórn og samheldin og sumir ráðherrar ættu að hætta að vera sífellt að agnúast út í suma einstakling þeir ættu frekar að líta í eigin barm. Sá ráðherra sem mér finnst standa uppúr í þessari baráttu sem á sér stað núna er Geir H Haarde það mættu fleiri ráðherrar taka hann til fyrirmyndar. Aldrei hef eg heyrt hann kasta skít og óhróðri um aðra, eins og sumir gera. Geir hefur staðið eins og klettur í þessu fjármálaölduróti og á hann hrós skilið fyrir það.
mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur eitthvað á?

Er meiningin að fela eitthvað með þessari sameiningu? Það er naumast hvað það liggur á að sameina þetta helst í gær. Er ekki betra að hafa þetta sitt Í hvoru lagi þangað til að búið er að gera þessa HVÍTBÓK. það virðist hafa gripið sig ofsahræðsla hjá sumum ráðherrum eftir ræðu Davíðs Oddsonar, eða þá að einhverjir hafi allt í einu hrokkið upp af værðarblundi með stírurnar í augunum.


mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband