14.2.2010 | 21:19
Hversvegna?
Ég get ekki skilið hvað fólk er að gera uppá jöklum þegar búið er að vara við vondum veðrum. Ætli fólk fylgist yfirleitt ekki með veðurspám? Mér finnst líka tímabært að loka vegum að jöklunum þegar spáð er vondum veðrum. Mér finnst að það fólk sem fer í jöklaferðir í tvísýnu veðri sé að storka náttúruöflunum, og yfirleitt hafa náttúruöflin betur. Samt vona ég innilega að þau sem verið er að leita að finnist heil á húfi. En það á tvímælalaust að loka aðgengi að jöklum ef veðurspá er vond.
150 leita við slæmar aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
hvernig ætlar þú að láta fylgjast með lokununum?
Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 22:18
Jökull um há vetur er ekki útivistarsvæði frekar en jarðsprengjusvæði í stríðshrjáðum löndum.
Guðlaugur Hermannsson, 14.2.2010 kl. 22:29
Í eðlilegu vetrarárferði eru jöklar að öllu jöfnu hættuminni en frá miðsumri og fram á haust. Á veturna og fram á vorið ættu að vera orðin þykk snjóalög sem loka sprungum. Þessu hefur ekki verið þannig farið þennan veturinn sem er harla óvenjulegt.
Hitt er veðrið. Ekki geta Íslendingar kvartað yfir slæmu veðri í vetur og kannski er það að koma í bakið á mörgum. Fólk gerir sér kannski ekki eins grein fyrir hvernig vetrarveður getur verið og fylgist kannski illa með spám. Nú veit ég ekkert hvernig því var háttað hjá þessum hópi sem ferðaðist um Langjökul. En víst er að þegar tíðin hefur verið góð, þá verðum við stundum værukær gagnvart veðrinu.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.