Þorvaldur væri kjörinn sem Seðlabankastjóri.

Það er alltaf mjög fróðlegt að hlusta á Þorvald Gylfason og lesa greinar eftir hann. Þar talar og skrifar maður með mikla þekkingu á hagfræði og fjármálastjórn. Því miður hafa ráðamenn þjóðarinnar ekki hlustað á hann eða lesið greinar hans í blöðunum, eða ekki viljað taka mark á hans viðvörunum. Þeir hefðu betur gert það. Það eru einmitt menn eins og Þorvaldur sem ríkisstjórnin þarfnast núna til þess að hjálpa þeim útúr ógöngunum. Ég mundi vilja Þorvald sem Seðlabankastjóra, og aðeins einn Seðlabankastjóra, ekki þrjá eins og hefur verið.
mbl.is Kvótakerfið varðaði veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Þorvaldur varaði við því að blanda saman stjórnmálum og hagfræði, les ekki stjórnmálamann í "hagfræðingsembætti"

Hann hins vegar vill blanda hagfræðingum inn í stjórnmálin. Hagfræðingurinn Þorvaldur er sem sagt, eins og faðir hans blessaði, er kominn í stjórnmálin! Er það í lagi?

Jónas Egilsson, 24.11.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Ég held að það skemmi ekkert fyrir að hafa fleiri hagfræðinga í stjórnmálum og í fjármálastofnunum.

Gísli Már Marinósson, 24.11.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Berglind Eva Björgvinsdóttir

Hagfræði nær yfir stærri svæði, en þú Jónas kýst að nota orðið hagfræði í stað viðskipta og parar þau saman í eitt.  Stjórnmál og viðskipti sagði Þorvaldur, ekki hagfræði.

 Hugsaðu aðeins um það.

Berglind Eva Björgvinsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:45

4 identicon

Alveg sammála. Einn fagmaður er miklu betri en margir pólitíkusar sem er ekki hægt að losna við hversu alvarleg sem mistök þeirra eru.

Þetta embætti ætti aldrei að vera pólitískt mannað.  Burt með spillingarliðið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband