27.1.2009 | 23:57
Varð loks að ósk sinni.
Loksins, loksins komast vinstri grænir í ríkisstjórn. Nú geta þeir loksins tekið til hendinni, hækkað skatta hækka opinbera þjónustu, þannig að fólkið í landinu stefnir lóðbeint á hausinn, því nóg er baslið fyrir. Það er kannski eina vonin að Simmi litli Davíð slái á puttana á þeim, því hann er eiginlega guðfaðir þessarar stjórnar. Vonandi verður þessi stjórn farsælli en sú fyrri í að koma einhverju lagi á efnahagsástandið og það sem fyrst það er ekki mikill tími til stefnu. Ef henni tekst það ekki á að senda alla þingmenn heim kauplausa og mynda utanþingsstjórn til næstu 4ra ára.
Húsfyllir hjá Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áttu við að VG muni beita sér fyrir að hækka gjöld á sjúklinga?
Jóhannes Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 00:10
Það er nú meiri skattahræðslan varðandi vinstri stjórn. Veit ekki betur en að sjálfstæðisráðherrarnir séu búnir að vera hækka skatta og setja allskyns álögur á okkur borgarana. Ég held að kominn sé tími fyrir kjósendur sjálfstæðismanna að taka plankann úr auganu til að sjá hvar rót vandans liggur.
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:19
Ég get ekki ímyndað mér að það sé einlæg ósk neins að fara í ríkisstjórn við þessar aðstæður. Svo að lítilsháttar sanngirni sé gætt.
Réttast væri að íhaldið héldi sig bara á mottunni á meðan verið er að hreinsa burt ruslið eftir það.
Þór (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:33
Reyndar hefur krónan styrkst um 6,72% frá því fyrir byltingu, svo eitthvað hlýtur að vera á réttri leið!
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 01:14
Staðan er gríðar erfið. Og þykir mér aðdáunarvert að menn reyni að verja félagslegakerfið því ekki verða miklir peningar til skiptana. Sé gefið að 2009 fyrir hrun þegar allt lék í lyndi þá gerðu menn sér gloríu um 500 milljarða í tekjur sem færu í hin ýmsu verkefni. Eftir hrun þá erum við að tala um 350 milljarða (má leiðrétta en mig mynnir 30% tap vegan hruns). Til að mæta þessu fyrir utan, að halda uppi lágmarksþjónustu þá koma inn skuldir (2200 milljarðar).
Sé vaxtarkostnaður tekinn inn þá hlýtur hann að lyggja einhverstaðar í 110 milljörðum miðað við 5% vexti. þá eru 240 milljarðar eftir. Ég geri ekki ráð fyrir að af höfuðstól skulda sé greiddur niður, því ekki veit ég hversu langann tíma menn gáfu í það. (40 ár C.A 55 milljarðar). Ekki er sanngjarnt að ræða um þetta á brúttó forsendum því við greiðum af lánum og vöxtum af brúttó kostnaði unns/ef að eignir seljast.
Ég vona að menn geri sér grein fyrir hvurslags búi við er tekið.
Andrés Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.