Hvað er ríkisstjórnin að gera?

Hverjir voru það sem höfðu hvað hæst um að fyrrverandi ríkisstjórn upplýsti ekki almenning um gang mála í efnahagsaðgerðum? Mig minnir að það hafi aðallega verið Vinstri Grænir. Eftir að þeir hrifsuðu til sín völdin ásamt samfylkingunni er upplýsingastreymið ekki betra nema siður sé. Yfirleitt þarf að tog hvert einasta orð uppúr ráðherrunum, og svörin yfirleitt mjög loðin og oft á tíðum illskiljanleg, það er verið að athuga þetta og hitt nefndir að skoða málin. Það hefur ákkúrat ekkert verið gert eftir að þau tóku við, sama óvissan. Fólk bíður ekki mikið lengur eftir lausnum, hengingarólin er farin að herða illþyrmilega að hálsum þúsunda. Ég legg það til að forystumenn þessarar ríkisstjórnar haldi blaðamannafundi tvisvar í viku og segi þjóðinni hvað stjórnin sé að gera, og hvaða úrræði hún sé búin að gera og séu orðin virk. Þingmenn verða að gera sér grein fyrir því, að þeir eru í vinnu hjá okkur sem kusum þá. Þeir eru ekki í vinnu hjá sínum flokkum. Við, þjóðin borgum þeim laun. Þeir vrðast alltaf gleyma því um leið, eftir hverjar kosningar. Ef einhver maður mundi ráða mig til að byggja fyrir sig hús, og ég mundi eyða 4 mánuðum í að liggja yfir teikningum á fullum launum, án þess að byrja nokkuð á að byggja húsið. Hann mundi náttúrulega reka mig og ráða annan verktaka. Við, þjóðin getum rekið alla þingmennina heim, með því að kjósa þá ekki í næstu kosningum. Strika yfir alla sitjandi þingmenn í næstu kosningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Már Marinósson
Gísli Már Marinósson
húsasmiður áhugamál skotveiðar þjóðmálin og margt fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 355

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband